top of page
Screenshot 2020-04-04 at 21.43.57.png

BRAUÐIÐ

Í upphafi var lögð mikil vinna í að þróa hið fullkomna hamborgarabrauð. Eftir margar tilraunir fæddist mjúka, teygjanlega kartöflubrauðið okkar sem er í fullkomnu jafnvægi við önnur hráefni í börgernum.

Brauðið er bakað sérstaklega fyrir Hagavagninn. Við fáum daglegar sendingar í vagninn og gætum þess að brauðið sé alltaf nýtt.

81949254_2348900441881510_57456599526853

Við byrjum alla daga á Hagavagninum á því að verka laukinn. Laukurinn er lykilatriði í börgernum okkar.

Laukurinn er skorinn ferskur, karmelliseraður og pikklaður. Sami laukurinn tekur á sig mjög ólíkt bragð með þessum aðferðum. 

Það tekur heilan klukkutíma að karmellisera laukinn hægt á grillinu. Skarpa, beiska bragðið af lauknum verður sætt, margslungið og ómótstæðilegt.

 

LAUKURINN

KJÖTIÐ

 

 

Börgerinn á Hagavagninum er grillaður "smash style" Kjötið er klesst ofan í grillið þannig að skorpa myndast utan um safaríkt kjötið. 

 

VIð notum gæða nautakjöt sem er valið sérstalega með tilliti til  grillaðferðarinnar. Kjötið er afgreitt ferskt daglega og við frystum það aldrei. Það þýðir af ef sendingin klárast fæst ekki meira þann daginn. Það kemur því stundum fyrir að kjötið okkar verði því uppselt. Þessu munum við ekki breyta því gæðin verða að fá að halda sér.

Staffamaturinn hans Hadda, tvöfaldur ás
bottom of page